Áætlunum tugþúsunda flugfarþega var raskað

Frá Leifsstöð á mánudaginn.
Frá Leifsstöð á mánudaginn. Ljósmynd/Aðsend

Lokun Reykjanesbrautar, sem stafaði meðal annars af snjókomu sem hófst á föstudag, hafði áhrif á um 24 þúsund farþega Icelandair; tengifarþega, brottfarar- og komufarþega.

22 þúsund þeirra hafa fengið nýja ferðaáætlun, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Iceland­air. Hann viðurkennir að flugfélagið hafi átt erfitt með að svara fjölda fyrirspurna sem hafa borist vegna ástandsins, sem á sér engin fordæmi.

Reykjanesbraut var lokað á mánudaginn og úr varð að öllu flugi var aflýst. Aðspurður segir hann of snemmt að segja til um hvort Icelandair sækist eftir skaðabótum en farþegar eiga rétt á einhverjum bótum vegna raskana á áætlunum þeirra. Reynt er að koma hlutunum í réttan farveg að sögn Guðna og hefur aukamannskapur verið kallaður til.

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir að veðrátta á Íslandi verði alltaf áskorun en brýnast sé að upplýsingamiðlun sé skýr og fólk þjónustað. Fari það saman sé ekki víst að orðsporsáhættan sé mikil. Hún hafi verið í góðu sambandi við Samtök ferðaþjónustunnar og samráðherra sína í kjölfar málsins.

Arnar E. Ragnarsson, vaktstjóri hjá Vegagerðinni, segist hafa séð atriði í vinnubrögðum við snjómokstur í aðdraganda lokunar Reykjanesbrautar sem hefði mátt bæta. Vegagerðin er ekki með samninga við eigendur vinnuvéla sem kveða á um að þeir verði til staðar hvenær sem þess er óskað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka