Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hittust á fundi í húsi ríkissáttasemjara kl. 9 í morgun til að fara yfir stöðuna í kjaraviðræðunum. Stutt viðræðuhlé var tekið eftir um klukkustund að beiðni Eflingar, en fundarhöldin eru að hefjast aftur og eru skráð til kl. 11.
Í gær lagði Efling fram nýtt tilboð til SA um kjarasamning til 15 mánaða. Samningsforsendur eru þær að lægstu taxtalaun verði hækkuð til að endurheimta kaupmáttinn sem tapast hefur frá síðustu launahækkun, sem var í apríl 2022.
Einnig krefst Efling þess að kjarasamningurinn verði framhald lífskjarasamninganna í þeim skilningi að hækkanir lægstu launa séu ekki mikið lægri en hækkanir hærri launa. Efling vill að hlutdeild launa í hagvexti og góðri afkomu fyrirtækja sé tryggð og það sé tekið tillit til „óvenju“ mikils húsnæðiskostnaðar á höfuðborgarsvæðinu.