Efling og SA mætast í Karphúsinu

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, við upphaf fundar í morgun. …
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, við upphaf fundar í morgun. Hann var vel dúðaður enda flensan búin að leggja mann og annan í desember. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hittust á fundi í húsi ríkissáttasemjara kl. 9 í morgun til að fara yfir stöðuna í kjaraviðræðunum. Stutt viðræðuhlé var tekið eftir um klukkustund að beiðni Eflingar, en fundarhöldin eru að hefjast aftur og eru skráð til kl. 11. 

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingur, sést hér ganga fremst með …
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingur, sést hér ganga fremst með liðsmanna Eflingar sem mættu til fundar í húsi ríkissáttasemjara. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í gær lagði Efl­ing fram nýtt til­boð til SA um kjara­samn­ing til 15 mánaða. Samn­ings­for­send­ur eru þær að lægstu taxta­laun verði hækkuð til að end­ur­heimta kaup­mátt­inn sem tap­ast hef­ur frá síðustu launa­hækk­un, sem var í apríl 2022.

Einnig krefst Efl­ing þess að kjara­samn­ing­ur­inn verði fram­hald lífs­kjara­samn­ing­anna í þeim skiln­ingi að hækk­an­ir lægstu launa séu ekki mikið lægri en hækk­an­ir hærri launa. Efl­ing vill að hlut­deild launa í hag­vexti og góðri af­komu fyr­ir­tækja sé tryggð og það sé tekið til­lit til „óvenju“ mik­ils hús­næðis­kostnaðar á höfuðborg­ar­svæðinu. 

Samninganefnd SA á fundinum í Karphúsinu.
Samninganefnd SA á fundinum í Karphúsinu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Samninganefnd Eflingar er fjölmenn.
Samninganefnd Eflingar er fjölmenn. mbl.is/Kristinn Magnússon
Fundurinn hófst kl. 9 í morgun.
Fundurinn hófst kl. 9 í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka