Féllu á höfuðið í miðborginni

Glerhált hefur verið á stígum miðbæjarins að undanförnu.
Glerhált hefur verið á stígum miðbæjarins að undanförnu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögregla sinnti útkalli í Vesturbæ Reykjavíkur í dag þar sem tilkynnt var um ölvaða konu sem datt á höfuðið. Þá var einnig tilkynnt um einstakling sem datt á hnakkann í miðbæ Reykjavíkur.

Í vesturborginni var lögregla kölluð til vegna nágrannaerja, ágreinings, innbrots í verslun og skemmdarverka á biðfreið.

Tilkynnt var um innbrot og skemmdarverk í sumarhúsi í Hafnarfirði í og innbrot í sameign í Breiðholti, auk þjófnaðar í verslunum í Kópavogi og austurborginni.

Þá var lögregla kölluð til á heimili í austurborginni þar sem grunur var um heimilisofbeldi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert