Héraðsdómur hefur fallist á beiðni ákæruvaldsins um að framlengja gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem tengjast stóra kókaínmálinu þar sem tilraun var gerð til að smygla tæplega 100 kg af kókaíni til landsins í timbursendingu.
Hefur gæsluvarðhaldið verið framlengt til 17. janúar.
Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var kveðinn upp í gær en málið var þingfest um miðjan nóvember og er aðalmeðferð þess áformuð 5., 6. og 9. janúar.