Geymsluþol Covid-19 bólefnis lengist

Heilbrigðisstarfsmaður heldur á bóluefninu Comirnaty sem Pfizer og BioNTech standa …
Heilbrigðisstarfsmaður heldur á bóluefninu Comirnaty sem Pfizer og BioNTech standa að. AFP

Pfizer og Bi­oNTech, markaðsleyf­is­haf­ar Covid-19 bólu­efn­is­ins Com­irnaty, hafa í sam­ráði við Lyfja­stofn­un Evr­ópu og Lyfja­stofn­un Íslands til­kynnt um nýtt geymsluþol fyr­ir bólu­efnið við of­ur­lágt hita­stig inn­an Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins. Geymsluþolið eykst um sex mánuði.

Þetta kem­ur fram í bréfi sem sent var til heil­brigðis­starfs­manna á dög­un­um. 

Geymslu­skil­yrði lyfj­anna eru óbreytt og skal geyma þau frá 90 stiga frosti upp í 60 stiga frost. Upp­lýs­ing­ar um bólu­efnið hafa þó verið upp­færðar með nýju geymsluþoli fyr­ir fros­in hettuglös sem leng­ist úr 12 mánuðum í 18 mánuði.

Þá er tekið fram í bréf­inu til heil­brigðis­starfs­manna að leng­ing geymsluþols­ins eigi aðeins við um hettuglös sem eru fram­leidd eft­ir dag­setn­ingu sam­komu­lags fyr­ir­tækj­anna og Lyfja­stofn­un­ar Evr­ópu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka