Landsliðskona dúxaði á tveimur og hálfu ári

Guðrún Edda útskrifaðist með einkunnina 9,87.
Guðrún Edda útskrifaðist með einkunnina 9,87. Ljósmynd/Aðsend

Guðrún Edda Min Harðardótt­ir út­skrifaðist frá Flens­borg­ar­skól­an­um í Hafnar­f­irði með ein­kunn­ina 9,87 á stúd­ents­prófi á aðeins tveim­ur og hálfu ári.

Dúx­inn seg­ir lyk­il­inn að ár­angr­in­um vera metnað, stöðug­leika og þraut­seigju.

„Ef eitt­hvað er krefj­andi þá get­ur maður lagst yfir það og náð tök­um á því, gefið sér smá tíma í stað þess að labba strax í burtu frá því,“ seg­ir Guðrún Edda í sam­tali við mbl.is.

Æfir sex daga vik­unn­ar í 3,5 klst.

Guðrún Edda er landsliðskona í áhaldafim­leik­um og æfir í u.þ.b. þrjár og hálfa klukku­stund sex daga vik­unn­ar. Hún seg­ir það geta verið krefj­andi að vera af­reks­kona í fim­leik­um og í fullu námi en að skipu­lagn­ing sé mik­il­væg.

Hún seg­ir skól­ann hafa tekið til­lit til þess þegar hún hef­ur farið í landsliðsverk­efni.

„Þau taka mjög mikið til­lit til landsliðsfólks en eins og til dæm­is í fyrra fór ég á HM í októ­ber stuttu fyr­ir loka­próf. Þá fékk ég að taka próf­in annaðhvort fyr­ir eða eft­ir ferðina. Þau sýndu mjög mik­inn skiln­ing þar sem ég er mjög þakk­lát fyr­ir,“ seg­ir Guðrún Edda.

Stefn­ir á nám tengt heil­brigðis- eða raun­vís­ind­um

Fram und­an eru spenn­andi tím­ar þar sem Guðrún Edda stefn­ir á nám tengt heil­brigðis- eða raun­vís­ind­um. Eft­ir ára­mót stefn­ir hún svo á að setja enn meiri kraft í fim­leik­ana.

„Á meðan ég er á fullu í fim­leik­un­um er ég á Íslandi en ég á eft­ir að kynna mér frek­ara nám er­lend­is bet­ur. Eft­ir ára­mót get ég hugað vel að æf­ing­un­um, en ég hef stund­um þurft að sleppa ein­staka æf­ing­um fyr­ir mik­il­væg próf. Núna hef ég tíma til þess að ein­beita mér vel að þeim.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert