RÚV og MAST sýknuð vegna Brúneggja

RÚV og MAST voru sýknuð í Brúneggjamálinu.
RÚV og MAST voru sýknuð í Brúneggjamálinu. mbl.is/Hjörtur

Ríkisútvarpið og Matvælastofnun voru í dag sýknuð af dómskröfum Bala ehf. og Geysis-Fjárfestingarfélags ehf. (Geysir hér eftir) í svokölluðu Brúneggjamáli, en málinu hafði áður verið vísað frá.

Félögunum er gert að greiða fjórar milljónir hvoru um sig í málskostnað.

Bali og Geysir höfðuðu mál á hendur RÚV og MAST á fyrri hluta 2021 vegna umfjöllunar Kveiks um starfsemi Brúneggja í lok árs 2016.

Stuttu eftir þáttinn urðu Brúnegg gjaldþrota. Stefnendur töldu að RÚV og starfsmenn MAST hefðu farið með rangfærslur og með stefnu sinni vildu þeir að skaðabótaábyrgð RÚV og MAST yrði viðurkennd.

Brúnegg áður í eigu Jónssona

Bali og Geysir segja þungamiðju þáttarins hafa verið fullyrðingar annars vegar um að Brúnegg hefðu beitt blekkingum eða vörusvikum gagnvart neytendum og hins vegar um að velferð fugla sem starfsemi félagsins byggðist á hafi ekki verið gætt.

Eftir umfjöllun RÚV eru viðskipti við félagið sögð hafa dregist saman eða hætt, sem síðar leiddi til gjaldþrots Brúneggja að sögn stefnenda.

Brúnegg voru áður í eigu Björns og Kristins Gylfa Jónssona. Bali er í eigu Björns og Geysir í eigu Kristins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert