Vantaði 26 tæki til snjóruðnings í borginni

Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata.
Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðfaranótt laugardagsins síðasta voru allir verktakar sem koma að snjómokstri í Reykjavíkurborg ræstir út. Undirverktakar voru ekki tilbúnir með viðbótarþjónustu og vantaði því 26 tæki á götur borgarinnar. 

Þetta kemur fram í Facebook-færslu Alexöndru Briem, borgarfulltrúa Pírata.

Hún segist hafa boðað til fundar sem haldinn var í dag til að fá meiri upplýsingar um hvað hafi farið úrskeiðis í snjómokstri í borginni á dögunum.

„Þó svo allt okkar fólk, og allir verktakar á beinum samningum við okkur hafi farið strax af stað aðfaranótt laugardags, þá voru undirverktakar ekki tilbúnir með þá viðbótarþjónustu sem borgin hefur samið um að fá í aðstæðum sem þessum,“ segir Alexandra.

Það hafi þýtt að það vantaði 26 tæki á göturnar fyrsta sólarhringinn eftir að byrjaði að snjóa, en eins og mbl.is hefur greint frá voru 22 tæki á götum borgarinnar fyrstu sólarhringana, þar af 13 minni tæki sem aðallega ryðja göngu- og hjólastíga.

„Við erum að rannsaka af hverju þetta gerðist og hvernig við getum tryggt að það gerist ekki aftur.“

Tilkynningin í heild sinni:

Borgarbúar voru skiljanlega ósátt við hversu seint gekk að ryðja götur eftir fannfergi síðustu daga og hef ég verið að vinna í því að upplýsa hvað fór úrskeiðis til þess að bæta þjónustuna.

Ég boðaði því fund um stöðuna í snjóruðningsmálum til þess að fá betri upplýsingar um hvað hafi farið úrskeiðis við framkvæmdina á dögunum.

Á fundinum sem haldinn var í dag kom fram að þó svo allt okkar fólk, og allir verktakar á beinum samningum við okkur hafi farið strax af stað aðfaranótt laugardags, þá voru undirverktakar ekki tilbúnir með þá viðbótarþjónustu sem borgin hefur samið um að fá í aðstæðum sem þessum.

Það þýddi að það vantaði 26 tæki á göturnar fyrsta sólarhringinn og munar um minna.

Við erum að rannsaka af hverju þetta gerðist og hvernig við getum tryggt að það gerist ekki aftur.

Færð hefur verið slæm víða í Reykjavík frá því að …
Færð hefur verið slæm víða í Reykjavík frá því að það snjóaði á föstudag og aðfaranótt laugardags. Sumar götur hafa enn ekki verið ruddar. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert