Laugavegurinn lokaður bílum

Bíll á vegum borgarinnar stendur vaktina.
Bíll á vegum borgarinnar stendur vaktina. mbl.is/Karítas Ríkharðsdóttir

Laugavegurinn lokaði, fyrir bílum, klukkan 14 í dag og verður áfram lokaður fram á kvöld, ekki skemur en til 23, nema í neyðartilvikum, að sögn upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar. 

Lokunin nær frá Barónsstíg og niður Bankastræti. 

Um er að ræða áratuga hefð, en Þorláksmessa er í hópi þeirra daga sem fjölmennast er í miðborginni.

Verslanir halda dyrum sínum opnum til klukkan 23, fyrir þá sem eru á síðasta snúningi með að bjarga jólainnkaupunum, þétt er setið á veitingastöðum borgarinnar og jólatónleikar eru á hverju horni. Þá hefst Friðargangan klukkan 18. 

Borgin hefur jafnan auglýst þessa lokun á heimasíðu sinni en það misfórst í ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert