Skilur eftir sár sem munu aldrei gróa

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Guðmundar- og Geirfinnsmálið vera einstakt.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Guðmundar- og Geirfinnsmálið vera einstakt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir að Guðmund­ar- og Geirfinns­málið skilji eft­ir sár sem muni aldrei gróa. Eng­in ein­föld lausn hafi verið á mál­inu en því sé nú að ljúka hvað varðar aðkomu stjórn­valda.

„Ég held að bæði það sem hef­ur gerst áður í þessu máli, fyrri at­vik, og þessi ákvörðun líka, miðast öll við það að við telj­um að þetta mál sé ein­stakt,“ seg­ir Katrín í sam­tali við mbl.is.

Í gær var til­kynnt að Erla Bolla­dótt­ir fær greidd­ar 32 millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur vegna gæslu­v­arðhalds sem hún sætti fyr­ir meinta aðild að hvarfi Geirfinns Ein­ars­son­ar.

„Við telj­um þetta ekki vera for­dæm­is­gef­andi því málið er ein­stakt sem slíkt, það sé ekki þekkt önn­ur sam­bæri­leg dæmi og eins von­umst við að ekk­ert slíkt end­ur­taki sig,“ seg­ir Katrín.

Hún seg­ir að bæt­ur sem áður hafa verið greidd­ar í þessu máli hafi verið gríðarlega háar þannig að allt í þessu máli hafi í raun og veru verið full­kom­lega ein­stakt.

Enda­lok máls Erlu

Í sam­komu­lag­i rík­is­ins við Erlu er skil­yrði að hún lýs­i því yfir að hún muni ekki kæra úr­sk­urð End­urupp­töku­dóm­stóls í mál­inu til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu.

„Í sam­töl­um setts rík­is­lög­manns við hana kom fram að ég teldi mik­il­vægt að þetta væri lúkn­ing máls­ins. Um það er sam­komu­lag að þetta mark­ar þá enda­lok þessa máls henn­ar,“ seg­ir Katrín.

Í minn­is­blaði til for­sæt­is­ráðherra frá frá skrif­stofu stjórn­skip­un­ar og stjórn­sýslu seg­ir að eðli­legt sé að skoða mál Sig­urðar Ótt­ars Hreins­son­ar ef sátt myndi nást við Erlu. Bæt­ur til hans myndu nema rúm­lega þrem­ur millj­ón­um króna ef sama reikniaðferð yrði lögð til grund­vall­ar og hjá Erlu.

„Já það verður gert og í þeim efn­um erum við að tryggja jafna meðferð allra þeirra sem komu að þessu máli sem enn þá er jafn óleyst og það hef­ur alltaf verið,“ seg­ir Katrín um mál Sig­urðar.

Magnús Leópolds­son ósátt­ur

Magnús Leópolds­son, einn þeirra sem hneppt­ur var í gæslu­v­arðhald vegna rann­sókn­ar Guðmund­ar- og Geirfinns­máls­ins seg­ir við RÚV að hann furði sig á ákvörðun for­sæt­is­ráðherra, aðstand­end­ur séu í sjokki.

„Málið er óleyst og skil­ur eft­ir sig sár hjá mörg­um sem ég held að muni aldrei gróa. Hvað varðar aðkomu stjórn­valda telj­um við að mál­inu sé lokið,“ seg­ir Katrín.

„Ég held það muni lík­lega aldrei all­ir verða á eitt sátt­ir en ég held að stjórn­völd hafi gert sitt allra til að reyna að ljúka þess­um mál­um að hálfu stjórn­valda.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert