Ný íslensk fjölskyldu- og ævintýramynd, Jólamóðir, var frumsýnd í Sambíóunum í Kringlunni í gær. Eins og við var að búast mættu Grýla og Leppalúði á frumsýninguna, ásamt jólasveinunum þrettán og nokkrum tröllabörnum. Gleðin var ríkjandi í hjarta og huga bíógesta.
Jólamóðir er tekin upp í Grýluhelli og segir frá sögu þessarar jólafjölskyldu sem landsmenn hafa alist upp við gegnum aldirnar. Í aðalhlutverki eru systkinin Hurðaskellir og Skjóða en í myndinni koma fyrir hátt í 70 aðrir íbúar Grýluhellis.
Leikstjóri myndarinnar er Jakob Hákonarson og handrit skrifaði Anna Bergljót Thorarensen, sem einnig leikur í myndinni. Aðrir helstu leikarar eru Andrea Ösp Karls- dóttir, Gríma Kristjánsdóttir, Huld Óskarsdóttir, Sigsteinn Sigurbergsson og Stefán Benedikt Vilhelmsson.