Yfirfull neyðarskýli

Nýting hefur farið yfir 100% í níu mánuði af tólf …
Nýting hefur farið yfir 100% í níu mánuði af tólf á árinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kuldatíðin að und­an­förnu hef­ur beint at­hygli Íslend­inga að mál­efn­um heim­il­is­lausra og sér þess stað á sam­fé­lags­miðlum. Neyðar­skýli fyr­ir karla á Lind­ar­götu og Grandag­arði eru að jafnaði lokuð frá 10-17 á dag­inn og gest­ir skýl­anna því á göt­unni yfir dag­inn í öll­um veðrum.

Neyðaráætl­un var sett í gang 19. des­em­ber á fundi neyðar­stjórn­ar vel­ferðarsviðs. Ástæðan var að spáð var fá­dæma frost­hörk­um seinni hluta mánaðar­ins og var ákveðið að neyðar­skýl­in yrðu opin all­an dag­inn fram til 28. des­em­ber.

Langt yfir 100% nýt­ing

Nýt­ing­ar­hlut­fallið á Lind­ar­götu og Grandag­arði var á milli 110-120% í mars- og apr­íl­mánuði í ár. Við slík- ar aðstæður er erfitt að tryggja ör­yggi gesta og starfs­fólks, eins og sjá mátti á fleiri at­vika­skrán­ing­um og var samþykkt fjár­heim­ild fyr­ir einu viðbót­ar­stöðugildi á báðum neyðar- skýl­un­um út árið vegna þessa.

Aðsókn jókst enn meira með sumr­inu og í ág­úst var nýt­ing­in 146% í Grandag­arði og 117% á Lind­ar­götu. Þá var samþykkt á fundi vel­ferðarráðs að komið yrði á neyðar­hús­næði fyr­ir 6-8 heim­il­is­lausa karla. Af­greiðslu til­lög­unn­ar var frestað og síðan vísað til fjár­hags­áætl­un- argerðar 2. nóv­em­ber sl.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert