Yfirfull neyðarskýli

Nýting hefur farið yfir 100% í níu mánuði af tólf …
Nýting hefur farið yfir 100% í níu mánuði af tólf á árinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kuldatíðin að undanförnu hefur beint athygli Íslendinga að málefnum heimilislausra og sér þess stað á samfélagsmiðlum. Neyðarskýli fyrir karla á Lindargötu og Grandagarði eru að jafnaði lokuð frá 10-17 á daginn og gestir skýlanna því á götunni yfir daginn í öllum veðrum.

Neyðaráætlun var sett í gang 19. desember á fundi neyðarstjórnar velferðarsviðs. Ástæðan var að spáð var fádæma frosthörkum seinni hluta mánaðarins og var ákveðið að neyðarskýlin yrðu opin allan daginn fram til 28. desember.

Langt yfir 100% nýting

Nýtingarhlutfallið á Lindargötu og Grandagarði var á milli 110-120% í mars- og aprílmánuði í ár. Við slík- ar aðstæður er erfitt að tryggja öryggi gesta og starfsfólks, eins og sjá mátti á fleiri atvikaskráningum og var samþykkt fjárheimild fyrir einu viðbótarstöðugildi á báðum neyðar- skýlunum út árið vegna þessa.

Aðsókn jókst enn meira með sumrinu og í ágúst var nýtingin 146% í Grandagarði og 117% á Lindargötu. Þá var samþykkt á fundi velferðarráðs að komið yrði á neyðarhúsnæði fyrir 6-8 heimilislausa karla. Afgreiðslu tillögunnar var frestað og síðan vísað til fjárhagsáætlun- argerðar 2. nóvember sl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert