Mikið álag hefur verið á sjúkraflutningamönnum á höfuðborgarsvæðinu í dag en þegar mest lét voru tíu bílar úti á sama tíma.
„Það er búið að vera ótrúlega mikið að gera,“ segir Bjarni Ingimarsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sem tekur fram að fólk gæti þurft að bíða í allt að klukkutíma eftir sjúkrabíl.
Útköllum sé þó auðvitað forgangsraðað eftir alvarleika.
Þá barst slökkviliðinu útkall í morgun vegna vatsnleka í skjalageymslu í húsnæði héraðsdóms þegar að ofn í kjallaranum gaf sig.
Voru sex starfsmenn að í tvo klukkutíma við að hreinsa upp vatnið og tóku þá umsjónarmenn hússins og fulltrúar frá tryggingarfélaginu við.
Bjarni segir að um minniháttar eignatjón sé að ræða.