Fór framhjá lokunum og þverar þjóðveg 1

Rútan þverar veginn eins og sjá má.
Rútan þverar veginn eins og sjá má. Ljósmynd/Landsbjörg

Rúta með 30 erlenda ferðamenn innanborðs fór framhjá lokunum á þjóðvegi 1, festist og þverar nú veginn við Pétursey í Mýrdal. 

Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við mbl.is.

Björgunarsveitir á vettvangi

„Það er núna stór rúta með erlenda ferðamenn sem þverar veginn við Pétursey sem hafði farið inn fyrir lokun,“ segir hann.

„Bílstjórinn fór inn á lokaðan veg, hann fer af stað og fer í gegnum lokun.“ 

Jón Þór segir björgunarsveitir vera á vettvangi en einnig hafi þurft að draga nokkra aðra bíla á svæðinu sem sátu fastir.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert