Hringveginum lokað á þremur köflum

Lítið skyggni. Frá þjóðveginum um Möðrudalsöræfi rétt fyrir klukkan 18 …
Lítið skyggni. Frá þjóðveginum um Möðrudalsöræfi rétt fyrir klukkan 18 í dag. Skjáskot/Vegagerðin

Hríðarveðri er spáð austanlands fram á kvöld. Stormi er spáð á Suðausturlandi. Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir báða landshluta.

Hringveginum hefur verið lokað allt frá Reykjahlíð við Mývatn og austur að Jökuldal.

Þá hefur hringveginum um Fagradal einnig verið lokað, frá Egilsstöðum og yfir í Reyðarfjörð. Sömuleiðis er allur akstur bannaður yfir Fjarðarheiði.

Ófært er um Vatnsskarð eystra.

Þetta má sjá á vef Vegagerðarinnar.

Eins og greint var frá fyrr í dag hefur hringveginum enn fremur verið lokað frá Markarfljóti og að Kirkjubæjarklaustri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert