Nærri 21 gráðu frost mældist

Vetur ríkir á Egilsstöðum, en þessi mynd var tekin þar …
Vetur ríkir á Egilsstöðum, en þessi mynd var tekin þar nú síðdegis. Ljósmynd/Ólafur Arason

Mesta frostið á landinu það sem af er þessum sólarhring hefur mælst á Egilsstaðaflugvelli, en þar náði frostið nærri 21 gráðu í nótt.

Litlu meira frost hafði mælst þar fyrir miðnætti.

Næstmesti kuldinn mældist á Fjarðarheiði, eða -17,9 gráður.

Á sama tíma hefur mest mælst 2,8 gráða hiti á Öræfum og við Fagurhólsmýri, samkvæmt uppgefnum mælingum Veðurstofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert