Situr aftur föst og hamlar björgunarsveitum

Bílstjóri rútunnar tók aftur af stað, þvert á tilmæli, og …
Bílstjóri rútunnar tók aftur af stað, þvert á tilmæli, og hefur fest hana að nýju. Samsett mynd

Rútubílstjóri sem keyrði framhjá lokunum og festi rútu með um 30 ferðamönnum innanborðs, og þveraði þjóðveginn við Pétursey, fór aftur í leyfisleysi um lokaðan veg og hefur enn á ný fest rútuna. Hún stendur nú þversum í brekku við Hótel Dyrhólaey.

Jón Her­manns­son stýr­ir aðgerðum en hann segir í samtali við mbl.is að rútan „hélt náttúrulega áfram án leyfis nokkurra aðila“ eftir að búið var að losa hana við Pétursey.

Koma ekki fólki að vegna rútunnar

„Við komum ekki einu sinni fólki í gistingu þangað [að Hótel Dýrhólaey] því þar er rútan þversum í brekku,“ segir Jón.

Verkefni hjá björgunarsveitum á Suðurlandi virðast engan enda ætla að taka en ekki hefur verið hægt að hefja leit að göngufólki sem ratar ekki að hótelum sínum í vitlausu veðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert