Anton Guðjónsson
Rútubílstjóri sem keyrði framhjá lokunum og festi rútu með um 30 ferðamönnum innanborðs, og þveraði þjóðveginn við Pétursey, fór aftur í leyfisleysi um lokaðan veg og hefur enn á ný fest rútuna. Hún stendur nú þversum í brekku við Hótel Dyrhólaey.
Jón Hermannsson stýrir aðgerðum en hann segir í samtali við mbl.is að rútan „hélt náttúrulega áfram án leyfis nokkurra aðila“ eftir að búið var að losa hana við Pétursey.
„Við komum ekki einu sinni fólki í gistingu þangað [að Hótel Dýrhólaey] því þar er rútan þversum í brekku,“ segir Jón.
Verkefni hjá björgunarsveitum á Suðurlandi virðast engan enda ætla að taka en ekki hefur verið hægt að hefja leit að göngufólki sem ratar ekki að hótelum sínum í vitlausu veðri.