Þyrla sækir fótbrotinn ferðamann

Þyrla Landhelgisgæslunnar. Mynd úr safni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. Mynd úr safni. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nýbúin að sækja erlendan ferðamann austur í Skaftafell sem fótbrotnaði er hann var að ganga upp að Svartafossi, að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Ferðamaðurinn verður fluttur á slysadeild Landspítalans.

Jón Þór segir að björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitinni Kára í Öræfum hafi gengið að ferðamanninum og hlúð að honum á meðan beðið var eftir þyrlunni.

„Það var dálítill klaki þarna og það komst enginn að honum nema að vera á broddum og tryggður,“ segir Jón Þór í samtali við mbl.is.

„Þeir komu honum á börur og bjuggu um hann á meðan beðið var eftir þyrlunni, en það var strax beðið um þyrlu því þetta var ekki á góðum stað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert