Veður verður fremur rólegt framan af degi í dag, en í kvöld kemur enn ein kalda smálægðin úr vestri. Mun hún koma til með að hrella okkur með snjókomu og skafrenningi.
Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofur Íslands.
Mest mun snjóa vestantil í kvöld og á Suðurlandi, síðar á Suðausturlandi, í nótt og fyrramálið.
Eftir það tekur norðanáttin yfir með áframhaldandi kulda. Mestri úrkomu er spáð fyrir norðan, en lítið verður um úrkomu hið syðra.