Myndskeið: Bílar eins og hráviði í óveðri

Anna­samt var hjá björg­un­ar­sveit­um á Suður­landi í gær, sér­stak­lega frá Pét­urs­ey og aust­ur í Vík og ekkert ferðaveður var, eins og má sjá í þessum myndskeiðum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Fólk ók fram hjá lokunarpóstum og festi sig en aðgerðum björgunarsveita lauk um miðnætti í gær, þar sem síðustu strandaglópunum var komið á gististaði fyrir nóttina.

Björg­un­ar­fólk sá ekki hvort það var á veg­in­um

„Björg­un­ar­fólk átti í erfiðleik­um með að átta sig á hvort það var á þjóðveg­in­um eða ekki, það var það blint,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við mbl.is í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert