Anton Guðjónsson
Annasamt var hjá björgunarsveitum á Suðurlandi í gær, sérstaklega frá Pétursey og austur í Vík og ekkert ferðaveður var, eins og má sjá í þessum myndskeiðum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.
Fólk ók fram hjá lokunarpóstum og festi sig en aðgerðum björgunarsveita lauk um miðnætti í gær, þar sem síðustu strandaglópunum var komið á gististaði fyrir nóttina.
„Björgunarfólk átti í erfiðleikum með að átta sig á hvort það var á þjóðveginum eða ekki, það var það blint,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við mbl.is í gær.