Staðið í ströngu á jóladag og annan í jólum

Vinna hófst klukkan sjö á jóladagsmorgun og stóð yfir þar …
Vinna hófst klukkan sjö á jóladagsmorgun og stóð yfir þar til um tíu í gærkvöldi. Ljósmynd/Þorgeir Sigurðsson

Einar Viðar Viðarsson hjá verktakafyrirtækinu Eyfelli ehf. hefur staðið í ströngu frá því klukkan sjö á jóladagsmorgun að skafa vegi undir Eyjafjöllum.

„Við byrjuðum klukkan sjö um morguninn og vorum til tíu í gærkvöldi. Þetta er óvenjulega mikill snjór hérna undir Eyjafjöllum.

Seinni partinn fór allt í lás. Það byrjaði klukkan þrjú að vinda þar mikið og það sást ekki neitt. Þá stoppuðu bílar út um allt og ég þurfti að hjálpa björgunarsveitinni að vinna úr því verkefni,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Um klukkan þrjú fór að hvessa og aðstoðaði Einar Viðar …
Um klukkan þrjú fór að hvessa og aðstoðaði Einar Viðar björgunarsveitina við að koma fólki í skjól. Ljósmynd/Þorgeir Sigurðsson

Áframhaldandi vinna

Mokstur hófst síðan aftur fyrir klukkan sex í morgun.

„Við erum búin að vera að stinga í gegnum snjó út um allt. Nú er ég að fara að Skógafossi og hreinsa aðeins betur fyrir umferðinni.

Svo er spáð meiri snjó á morgun og hinn. Þannig að þetta er áframhaldandi vinna.“

Mokstur hófst fyrir klukkan sex í morgun og segir Einar …
Mokstur hófst fyrir klukkan sex í morgun og segir Einar Viðar að um áframhaldandi verk sé að ræða. Ljósmynd/Þorgeir Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert