Tvö hús rýmd vegna snjóflóðahættu

Þrír bílar lentu undir snjóflóði sem féll í Reynisfjalli á …
Þrír bílar lentu undir snjóflóði sem féll í Reynisfjalli á jólanótt. Ljósmynd/Aðsend

Tvö hús að Höfðabrekku, austan Víkur, voru rýmd um klukkan 19 í kvöld vegna mögulegrar snjóflóðahættu. Húsin eru hótelrými og þjónustuhús en gestir hafa verið færðir í annað húsnæði á vegum hótelsins.

Oddur Árnason, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­landi, staðfesti þetta í samtali við mbl.is. Hann segir að þetta hafi verið varúðarráðstöfun.

„Veðurstofan metur snjóflóðahættu og niðurstaðan er að þarna sé ákveðin hætta og þá er bara rýmt,“ segir Oddur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert