Sunnan undir Vatnajökli er hvasst og hríðarbylur. Áframhaldandi ófærð verður suðaustanlands í dag. Þegar kemur fram á morgundaginn eru horfur á blindhríð austan Öræfa, allt austur á Hérað.
Spáð er norðaustanátt og 13-20 m/s. Á Steingrímsfjarðarheiði og á Þröskuldum er vaxandi hríð og blinda, að sögn Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings Vegagerðarinnar.