Festust eftir að hafa fylgt GPS-tæki

Fjöskyldan átti bókaðan tíma í Bláa lónið klukkan níu morgun. …
Fjöskyldan átti bókaðan tíma í Bláa lónið klukkan níu morgun. Börnin tvö voru sofandi þegar blaðamaður sló á þráðinn.

Bandaríkjamaðurinn Josh Golden og fjölskylda komust hvorki lönd né strönd eftir að þau festust á Norðurljósavegi á leið í Bláa lónið.

Lokun Grindavíkurvegar leiddi til þess að GPS-kerfi bílsins ráðlagði fjölskyldunni að fara Reykjaneshringinn til þess að komast í lónið, sem var þá ófær.

Kári Guðmundsson, eigandi veitingastaðarins Fish House í Grindavík, kom fjölskyldunni til bjargar þegar ljóst varð að hvorki björgunarsveit né lögregla gat komist að þeim vegna álags.

Bíll fjölskyldunnar festist á Norðurljósavegi.
Bíll fjölskyldunnar festist á Norðurljósavegi.

Megi rekja til mistaka Vegagerðarinnar

Kári segir að hremmingar fjölskyldunnar megi rekja til mistaka Vegagerðarinnar. Hún hafi lokað Grindavíkurvegi í morgun og merkt veginn lokaðan en Reykjaneshringurinn, sem þá var ófær, fékk ekki sömu merkingu.

Því hafi GPS-kerfi bílsins leitt þau í ógöngur.

Josh segir í samtali við blaðamann að bílaleigan Europcar hafi ekki hjálpað mikið fyrr en Kári hótaði að fara með málið í fjölmiðla. Þá hafi á örfáum mínútum verið hringt í konuna hans og fjölskyldunni boðið að fá nýjan bíl, gegn greiðslu.

„Til þess að gera langa sögu stutta þá kom enginn frá bílaleigufyrirtækinu að draga okkur. Kári bjargaði og keyrði okkur í Grindavík á veitingastaðinn hans og gaf okkur kaffi,“ segir Josh. Hann hafði hringt tvisvar í morgun í neyðarnúmer bílaleigunnar en engin hjálp borist.

Enginn varað þau við færðinni

Josh segir aðspurður að enginn frá bílaleigunni hafi varað hann við færðinni, honum hafi einungis verið réttur bæklingur með almennum ráðleggingum.

„Ég hafði kíkt á veðurspána og hún leit ekki það illa út en það sem ég vissi ekki var að það hafði kyngt niður snjó í nótt og síðustu daga. Það lét okkur enginn vita.

Það stendur í bæklingnum að það megi ekki keyra á lokuðum vegum en þegar við komum að veginum var ekkert sem gaf til kynna að vegurinn væri lokaður eða ófær,“ segir Josh.  

Fjölskyldan keyrði ekki um Grindavíkurveg (gulur til hægri) heldur fóru …
Fjölskyldan keyrði ekki um Grindavíkurveg (gulur til hægri) heldur fóru rangsælis að lóninu. Ljósmynd/Google Maps
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert