Tilkynnt var um slys í hverfi 105 í Reykjavík upp úr klukkan hálfsex í gærkvöldi. Maður datt í hálku og kvartaði um verk í mjöðm. Hann var fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar á slysadeild.
Um hálfellefuleytið í gærkvöldi var bifreið stöðvuð í hverfi 108. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum og vörslu fíkniefna. Farþegi í bifreiðinni er einnig grunaður um vörslu fíkniefna, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Skömmu síðar var bifreið stöðvuð í hverfi 105. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur.