Kristín Svava Tómasdóttir á fræðirit ársins 2022 að mati blaðamanna Morgunblaðsins. Það er verkið Farsótt sem fjallar um sögu Þingholtsstrætis 25.
„Þetta er alveg ótrúleg saga sem tilheyrir þessu húsi. Það sem Kristín gerir svo vel í þessari frábæru bók er að hún segir sögu fólks sem tengist þessu húsi,“ segir Árni Matthíasson og bætir við að verkið sé með skemmtilegustu prentgripum sem maður kemst í.
Þau Ragnheiður Birgisdóttir tóku saman bestu bækur ársins í Dagmálum og nefndu einnig bækurnar Ísland Babýlon eftir Árna Snævarr og Á sögustöðum eftir Helga Þorláksson í flokki fræðirita.