Verið er að fara af stað með fylgdarakstur frá Vík/Höfðabrekku og austur fyrir Dýralæk í báðar áttir.
Í tísti frá Vegagerðinni segir að ennþá sé stefnt á að breikka veginn og opna alveg.
Snjóþekja eða hálkublettir eru á öðrum leiðum á Suðausturlandi.
Suðausturland: Verið er að fara af stað með fylgdarakstur frá Vík/Höfðabrekku og austur fyrir Dýralæk og til baka. Upplýsingar koma hér inn ef þessi áætlun breytist. Ennþá er stefnt á að breikka veginn og opna alveg. Snjóþekja eða hálkublettir eru á öðrum leiðum. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 27, 2022