Grindavíkurvegur er lokaður vegna ófærðar, en unnið er að mokstri. Bílar sátu þar fastir í nótt. Þjóðvegur eitt á milli Hvolsvallar og Kirkjubæjarklausturs er einnig lokaður.
Viðvörun: Nýjar upplýsingar – Lokað er á milli Hvolsvallar og Kirkjubæjarklausturs. Upplýsingar koma hér inn ef þessi áætlun breytist. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 26, 2022
Mjög slæmt skyggni var á Hellisheiði í nótt og skafrenningur og þar var fólk hvatt til að aka varlega. Mjög lítið skyggni var einnig á Reykjanesbraut í nótt og akstursskilyrði erfið.