Grindavíkurvegur er lokaður

Björgunarsveitin Þorbjörn frá Grindavík að störfum fyrr í mánuðinum.
Björgunarsveitin Þorbjörn frá Grindavík að störfum fyrr í mánuðinum. Ljósmynd/Björgunarsveitin Þorbjön

Grindavíkurvegur er lokaður vegna ófærðar, en unnið er að mokstri. Bílar sátu þar fastir í nótt. Þjóðvegur eitt á milli Hvolsvallar og Kirkjubæjarklausturs er einnig lokaður.

Mjög slæmt skyggni var á Hellisheiði í nótt og skafrenningur og þar var fólk hvatt til að aka varlega. Mjög lítið skyggni var einnig á Reykjanesbraut í nótt og akstursskilyrði erfið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert