Mamma kaka eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttir er barnabók ársins að mati Árna Matthíassonar og Ragnheiðar Birgisdóttur.
Í vetrarfríinu taka Viggó og vinkona hans til sinna ráða og baka mömmu sem er til í miklu meira en mamman af holdi og blóði sem þarf alltaf að vinna. „Ég veit það fyrir víst að lítil börn elska þetta,“ segir Árni.
Þau nefna einnig að Kollhnís eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Bannað að ljúga eftir Gunnar Helgason standi upp úr í barnabókaflóðinu í ár. Arndís skrifar meðal annars um einhverfu en Gunnar heldur áfram sögunni um Alexander Daníel og líf hans með ADHD.
Árni og Ragnheiður fjölluðu um bestu bækur ársins að þeirra mati í Dagmálum.