Neyðarskýli borgarinnar opin fram yfir áramót

Neyðarskýlið á Lindargötu.
Neyðarskýlið á Lindargötu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sólarhringsopnun verður í neyðarskýlunum að Grandagarði og á Lindargötu til og með 1. janúar vegna slæmrar veðurspár næstu daga. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en þar segir að Konukot verði opið utan afgreiðslutíma Skjólsins, sem Hjálparstarf kirkjunnar rekur.

Þá segir að staðan verði endurmetin að morgni 2. janúar.

Neyðarskýlin eru opin allan sólarhringinn til að koma í veg fyrir að einstaklingum sé hætt við ofkælingu eða alvarlegum slysum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert