Sá stærsti í Grímsvötnum síðan í ágúst

Flogið yfir Vatnajökul, en í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir …
Flogið yfir Vatnajökul, en í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls. mbl.is/RAX

Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 varð við Grímsvötn um klukkan hálffjögur í nótt. Skjálftinn er sá stærsti síðan 2. ágúst síðastliðinn þegar einn upp á 3,8 mældist þar.

Aukin virkni hefur verið á svæðinu eftir tvö hlaup sem hafa orðið í Grímsvötnum síðastliðið ár. Það fyrra varð 4. desember í fyrra og það síðasta 16. október síðastliðinn.

Að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er enginn gosórói á svæðinu, auk þess sem engir eftirskjálftar hafa orðið. Einungis var um þennan eina skjálfta að ræða.

Síðasta gos í Grímsvötnum varð árið 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert