Spáð er austlægri átt, víða 8 til 15 metrum á sekúndu en norðaustan 13-18 m/s verða norðvestan til. Snjókoma verður suðaustanlands og síðar á Austfjörðum, en annars él.
Dregur úr vindi í kvöld, en áfram verður allhvass vindur á Vestfjörðum. Léttir smám saman til syðra í kvöld.
Gengur í norðaustan 8-15 m/s eftir hádegi á morgun, en 15-20 m/s verða suðaustanlands og á Austfjörðum. Snjókoma verður austan til á landinu, él norðanlands fram eftir degi en annars bjart með köflum.
Frost verður á bilinu 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins á Norðurlandi eystra.