Sorphirða í Hafnarfirði er að minnsta kosti þremur dögum á eftir áætlun. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Hafnarfjarðarbæjar.
Mikill snjór hefur bæst við í bænum í nótt og í morgun.
Áhersla er lögð á að halda stofnleiðum og stofnbrautum færum, auk þess sem lögð er áhersla á mokstur á bílastæðum við leikskóla bæjarins.
„Um leið og veður leyfir og tækifæri gefst mun starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar og verktakar hefjast handa við mokstur innan hverfa bæjarins allt í takti við áætlanir og forgang,“ segir í færslunni.