„Lífið getur orðið betra ef maður gefur því tíma,“ segir Haraldur Þorleifsson frumkvöðull í tísti en hann er tilnefndur sem manneskja ársins 2022 hjá bæði Vísi og Reykjavík síðdegis, og hlustendum Rásar 2 og lesendum Rúv.is.
Í tístinu segir Haraldur að er hann var unglingur leið honum eins og engum líkaði við hann.
„Ég gekk á skringilegan hátt. Ég var feiminn. Ég grét mikið einn. Ég hugleiddi sjálfsvíg,“ segir hann og bætir við að nú sé hann tilnefndur til manneskju ársins í heimalandi sínu.
Haraldur segist enn gráta stundum einn en að lífið geti orðið betra ef maður gefi því tíma.
Hann hefur barist fyrir bættu aðgengi fatlaðs fólks og er forsprakki verkefnisins Römpum upp Ísland.
When I was a teenager I felt like nobody liked me.
— Halli (@iamharaldur) December 27, 2022
I walked funny. I was shy. I cried by myself a lot. I thought about suicide.
This year I’m nominated as person of the year in my home country.
I still cry by my self sometimes.
But life can get better if you give it time.