Úr feimnum unglingi yfir í tilnefningu til manneskju ársins

Haraldur Þorleifsson frumkvöðull.
Haraldur Þorleifsson frumkvöðull. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Lífið getur orðið betra ef maður gefur því tíma,“ segir Haraldur Þorleifsson frumkvöðull í tísti en hann er tilnefndur sem manneskja ársins 2022 hjá bæði Vísi og Reykjavík síðdegis, og hlustendum Rásar 2 og lesendum Rúv.is. 

Í tístinu segir Haraldur að er hann var unglingur leið honum eins og engum líkaði við hann. 

„Ég gekk á skringilegan hátt. Ég var feiminn. Ég grét mikið einn. Ég hugleiddi sjálfsvíg,“ segir hann og bætir við að nú sé hann tilnefndur til manneskju ársins í heimalandi sínu. 

Haraldur segist enn gráta stundum einn en að lífið geti orðið betra ef maður gefi því tíma. 

Hann hefur barist fyrir bættu aðgengi fatlaðs fólks og er forsprakki verk­efn­is­ins Römp­um upp Ísland. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert