Útköll þrefalt fleiri í ár

Björgunarsveit í útkalli í gær.
Björgunarsveit í útkalli í gær. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitir hafa farið í 128 útköll það sem af er desembermánuði, sem er þrefalt meira en á sama tíma í fyrra en þá voru útköll 40 talsins. Mest hefur mætt á sveitum á Suðurlandi vegna færðarinnar og kuldakastsins sem skall á fyrr í mánuðinum.

„Það eru mjög fáar sveitir sem ekki hefur verið leitað til í desember. Nánast allar björgunarsveitir hafa komið að aðgerðum á einn eða annan hátt,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hátt í 800 manns hafa tekið þátt í björgunaraðgerðum víða um land í desember.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert