Ætla að áfrýja dómi í Brúneggjamáli

Dómi héraðsdóms verður áfrýjað.
Dómi héraðsdóms verður áfrýjað. mbl.is/Hjörtur

Eigendur félaganna Bala og Geysis-Fjárfestingarfélags ætla að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu Brúneggjamáli til Landsréttar.

Fréttablaðið greinir frá þessu.

Ríkisútvarpið og Matvælastofnun voru í síðustu viku sýknuð af dómskröfum Bala ehf. og Geysis-Fjárfestingarfélags ehf. í málinu, en því hafði áður verið vísað frá.

Bali og Geys­ir höfðuðu mál á hend­ur RÚV og MAST á fyrri hluta 2021 vegna um­fjöll­un­ar Kveiks um starf­semi Brúneggja í lok árs 2016.

Stuttu eft­ir þátt­inn urðu Brúnegg gjaldþrota. Stefn­end­ur töldu að RÚV og starfs­menn MAST hefðu farið með rang­færsl­ur og með stefnu sinni vildu þeir að skaðabóta­ábyrgð RÚV og MAST yrði viður­kennd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka