Færri brennur verða í ár en oft áður en engin brenna verður á Ásvöllum og í Kópavogsdal. Umhverfissjónarmið og breyttar aðstæður eru sagðar ástæður fyrir því að ekki verði brennur í ár.
Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir að aðstæður séu breyttar á Ásvöllum þar sem mikil uppbygging er hafin og að hefjast á svæðinu. Ásvellir eru því ekki lengur talinn heppilegur staður fyrir áramótabrennu.
Í Kópavogsdal verður engin brenna á gamlárskvöld en brenna í Gulaþingi. Kópavogsdalur er ekki lengur talinn heppilegur staður fyrir áramótabrennu. Annars vegar vegna umhverfissjónarmiða, þar sem mikil mengun hefur mælst í Kópavogsdalnum á gamlárskvöld og hins vegar vegna öryggissjónarmiða og nálægðar við mannvirki í grennd við brennustæðið segir í tilkynningu frá bænum.