Gul viðvörun á Austfjörðum og Suðausturlandi

Kort/Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun hefur verið gefin út vegna veðurs á Austfjörðum og Suðausturlandi. Spáð er norðaustan 13 til 20 metrum á sekúndu með snjókomu. Búast má við skafrenningi, lélegu skyggni og vondum akstursskilyrðum.

Á Suðausturlandi tekur viðvörunin gildi klukkan 21 í kvöld og á Austfjörðum tekur hún gildi klukkan 22. Báðar viðvaranirnar eru einnig í gildi út morgundaginn.

Í dag er spáð norðaustlægri átt, 5-10 m/s, en 10-15 norðvestan til. Gengur í norðaustan 8-15 m/s eftir hádegi, en 15-23 suðaustanlands og á Austfjörðum. Snjókoma verður austan til á landinu, él norðanlands fram eftir degi en annars bjart með köflum.

Á morgun verður norðlæg átt, 8-15 m/s, en 15-20 austast. Snjókoma verður eða él, en að mestu léttskýjað um sunnanvert landið.

Frost verður á bilinu 2 til 13 stig.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert