Áramótabrennur verða á tíu stöðum í Reykjavík í ár eftir að hafa fallið niður síðastliðin tvö ár. Ýmist sér borgin eða félagasamtök um brennurnar og verður kveikt í bálkestinum klukkan 20:30 eða 21.
Hvar verða brennurnar?
- Úlfarsfell á athafnasvæði Fisfélagsins ofan við Lambhagaveg (kl. 15)
- Við Ægisíðu (kl. 20:30)
- Við Suðurhlíðar, neðan við Fossvogskirkjugarð, (kl. 20:30)
- Laugardalur, fyrir neðan Laugarásveg 18 (kl. 20:30)
- Geirsnef, á norðanverðu Geirsnefi (kl. 20:30)
- Við Suðurfell (kl. 20:30)
- Við Rauðavatn að norðanverðu (kl. 20:30)
- Gufunes við Gufunesbæ (kl. 20:30)
- Við Kléberg á Kjalarnesi (kl. 20:30)
- Í Skerjafirði gegnt Skildinganesi 48-52, (kl. 21)
Áramótabrennur verða á tíu stöðum í Reykjavík.
Ljósmynd/Reykjavíkurborg
Það eina sem getur komið í veg fyrir að áramótabrennurnar verði haldnar er hvassviðri. Brennur eru ekki tendraðar ef vindhraði er yfir 10 m/s segir í tilkynningunni.