9 létust í umferðinni en 4 í flugslysi og 2 á sjó

Slysaskiltið er stöðug áminning um að aka varlega.
Slysaskiltið er stöðug áminning um að aka varlega. mbl.is/Sigurður Bogi

Níu banaslys hafa orðið í umferðinni það sem af er ári. Fjórir hafa látist í flugslysi og tvö banaslys hafa orðið á sjó. Upplýsingar um þetta má finna á vef Samgöngustofu en rétt er að geta þess að þrír dagar eru eftir af árinu.

Fjöldi banaslysa í umferðinni það sem af er ári, níu talsins, er sá sami og allt síðasta ár og raunar svipaður fjöldi og árin tvö þar á undan. Hins vegar urðu mun fleiri banaslys í umferðinni á árunum 2015-2018.

Fjórir létust í flugslysi í Þingvallavatni í byrjun febrúar á þessu ári og er það eina banaslysið í fluginu það sem af er ári. Flugmaður vélarinnar fórst og þrír erlendir ferðamenn sem með honum voru. Enginn lést í flugslysum hér á árunum 2020 og 2021 en á árinu 2019 biðu fjórir bana í tveimur flugslysum.

Tvö banaslys hafa orðið á sjó það sem af er ári. Hið fyrra í janúar þegar sjómaður fannst látinn í fjörunni við Sólfarið við Skúlagötu í Reykjavík eftir að bátur strandaði við Engey. Hið síðara varð þegar sjómaður féll útbyrðis af fiskiskipi út af Faxaflóa í byrjun desember. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert