Frost og flugeldar fara ekki vel saman

Mengun mælist oft mikil á gamlárskvöld.
Mengun mælist oft mikil á gamlárskvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Mikið frost hefur verið um allt land að undanförnu. Á sama tíma styttist óðfluga í áramótin en þeim fylgja mikil hátíðahöld með flugeldaskotum og tilheyrandi mengun.

Hjúkrunarfræðingur segir þennan árstíma erfiðan fyrir astmasjúklinga og sérstaklega núna í frostinu.

Vonast eftir vindasömu gamlárskvöldi

Tonie Gertin Sørensen, hjúkrunarfræðingur sem sinnir ofnæmis- og astmaveikum börnum á Barnaspítala Hringsins, segir áreitið tvöfalt núna og að astmasjúklingar vonist til þess að það verði vindasamt á gamlárskvöld til þess að mengun fari sem fyrst úr loftinu.

„Í stillu þegar svifmengun er mikil þá fara astmasjúklingar ekki út og vonast þeir því til þess að það sé mikill vindur þannig mengunin fari sem fyrst. Áreitið er í raun tvöfalt núna, kuldinn og mengunin en þetta er mjög einstaklingsbundið,“ segir Tonie.

„Þeir sem eru með miðlungs eða slæmt astma finna mjög mikið fyrir þessu og forðast að fara út í slíkar aðstæður. Þessi tími er mjög erfiður fyrir astmasjúklinga.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert