Hafna ósk um að rífa byggingu

Skúlagata 30.
Skúlagata 30. mbl.is/sisi

Borgaryfirvöld hafa tekið neikvætt í ósk eiganda Skúlagötu 30 þess efnis að rífa húsið og byggja í staðinn nýtt hús á 5-6 hæðum. Í húsinu áttu að vera 37 hótelíbúðir. Af gögnum málsins má sjá að borgin leggur áherslu á lausnir og útfærslur sem fela í sér samspil húsverndar og nýrrar uppbyggingar frekar en niðurrif eldri bygginga.

Batteríið arkitektar sendu inn umsóknina fyrir hönd eigandans, Rauðsvíkur ehf. Með umsókninni fylgir minnisblað um ástand hússins, sem unnið var af Tensio verkfræðistofu. Skúlagata 30 er steinsteypt fjögurra hæða hús með einnar hæðar léttri útibyggingu inn í portið á milli Skúlagötu og Hverfisgötu.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka