Búast má við því að færð verði þung í nótt og á morgun og að vegum sunnan- og suðvestanlands verði lokað á gamlársdag.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar í dag.
Vegagerðin sendir frá sér viðvörun og biðlar til fólks að reikna með slæmri færð á gamlársdag. Samkvæmt tilkynningu Vegagerðarinnar má búast við að færð muni spillast aðfaranótt nýársdags.
Vegagerðin reiknar með snjóbyl á Suðurnesjum og Reykjanesbraut í nótt og undir morgni á höfuðborgarsvæðinu. Þá verður talsverð snjókoma austan við Hellisheiðina og á Suðurlandi.
Viðvörun: Búast má við að færð verði þung og að jafnvel muni koma til lokana á vegum á Gamlársdag, sunnan- og suðvestanlands. Einnig má búast við að færð gæti spillst aðfaranótt Nýársdags. Sjá frétt hér: #færðin https://t.co/6hWIgitVfK
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 30, 2022
#Veður: Í nótt gerir snjóbyl á Suðurnesjum og Reykjanesbraut. Undir morgunn á höfuðborgarsvæðinu. Talsverð snjókoma austur fyrir fjall og á Suðurlandi. Kröpp lægðin fylgir á eftir. Seint annað kvöld er útlit fyrir hvassan vind SV- og S-lands. Dimm él og skafrenningur. #færðin pic.twitter.com/YX0o6zUpCe
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 30, 2022