Vara við mögulegum lokunum á vegum á gamlársdag

Vegagerðin sendi frá sér tilkynningu í dag.
Vegagerðin sendi frá sér tilkynningu í dag. mbl.is/sisi

Búast má við því að færð verði þung í nótt og á morgun og að vegum sunnan- og suðvestanlands verði lokað á gamlársdag.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar í dag.

Vegagerðin sendir frá sér viðvörun og biðlar til fólks að reikna með slæmri færð á gamlársdag. Samkvæmt tilkynningu Vegagerðarinnar má búast við að færð muni spillast aðfaranótt nýársdags.

Vegagerðin reiknar með snjóbyl á Suðurnesjum og Reykjanesbraut í nótt og undir morgni á höfuðborgarsvæðinu. Þá verður talsverð snjókoma austan við Hellisheiðina og á Suðurlandi.





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert