Áramót: Hvar er opið og hversu lengi?

Opnunartími verslana og þjónustuaðila er ekki hefðbundinn yfir áramót.
Opnunartími verslana og þjónustuaðila er ekki hefðbundinn yfir áramót. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nú er gamlársdagur runninn upp og opnunartími verslana og annarra þjónustuaðila ekki hefðbundinn í dag og á morgun, nýársdag. Ef eitthvað hefur gleymst fyrir kvöldið eða morgundaginn er hér fyrir neðan listi yfir verslanir og ýmsa þjón­ustu sem hægt er að sækja í dag.

Opið í Bónus og Krónunni til 16

Bónus verslanir eru opnar frá 10 til 16 í dag á meðan verslanir Krónunnar eru opnar frá 9 til 16. Allar verslanir þeirra eru lokaðar á morgun.

Í verslunum 10-11 er opið allan sólarhringinn í dag og á morgun sem og í verslunum Iceland Engihjalla og Staðbergi. Verslanir Iceland í Glæsibæ, Seljabraut og Vesturbergi eru opnar í dag frá 9-18 og á morgun frá 12-24.

Verslanir Extra eru opnar allan sólarhringinn í Keflavík og á Akureyri bæði í dag og á morgun. Opið verður til 18 í verslunum Hagkaupa í Skeifunni og Garðabæ í dag og opna aftur klukkan 12 á morgun. Á Akureyri, Eiðistorgi og í Spönginni er opið frá 8 til 18 í dag en lokað á morgun.

Opið er í ÁTVR frá klukkan 9 til 14 í dag á höfuðborgarsvæðinu og á flestum stöðum á landsbyggðinni frá klukkan 10 til 13 en alls staðar er lokað á morgun.

Strætó mun ganga samkvæmt laugardagsáætlun til klukkan 15 í dag og á morgun samkvæmt sunnudagsáætlun.

Mörg apótek opin á gamlársdag

Fyrir þá sem þurfa að komast í apótek verður opið í Apótekaranum í Aust­ur­veri í Reykja­vík frá 9 til 18 í dag og frá 9 til 23 á morgun.

Þá verða flest­ar versl­an­ir Lyfju opn­ar á milli 10 og 14 í dag en lengsti af­greiðslu­tím­inn verður í Lág­múla og á Smára­torgi á höfuðborg­ar­svæðinu þar sem opið er milli 8 og 18. Á morgun eru flestar verslanir Lyfju lokaðar en opið er frá 10 til 24 í Lágmúla og á Smáratorgi. Tæmandi listi er á heimasíðu Lyfju.

Þá verður opið í Lyf og heilsu á Gler­ár­torgi á Ak­ur­eyri milli klukk­an 10 og 12 og á Granda í Reykja­vík og Kringlunni á milli klukk­an 10 og 13 í dag. Á morgun eru allar verslanir Lyf og heislu lokaðar.

Misjafn opnunartími sundlauga um áramótin

Fyrir þá sem vilja fara í sund í dag eru margar sundlaugar opnar en flestar til hádegis. Á morgun eru flestar sundlaugar lokaðar en á höfuðborgarsvæðinu er opið í Laugardalslaug og Sundhöllinni frá klukkan 12 til 18 og sundlaug Kópavogs og Versalalaug frá klukkan 10 til 18. Sjá má opnunartíma allra sundstaða um áramótin hér.

Fyrir þá sem vilja fara í heilsurækt í dag eru 14 stöðvar World Class opnar, lengst í Laugum frá 8 til 18. Á morgun eru opið frá 12 til 18 í Laugum. Reebook er með sex stöðvar opnar lengst á Lambhaga í dag frá 5:45 til 21 og á morgun frá 7 til 20. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert