„Á góðri leið með að úthýsa rafbílum“

Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambandsins, kallar eftir langtímaáætlun stjórnvalda hvað varðar …
Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambandsins, kallar eftir langtímaáætlun stjórnvalda hvað varðar skattaívilnanir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rafmagnsbílar voru langvinsælasti kosturinn hjá þeim sem festu kaup á nýrri bifreið árið 2022. Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambandsins, segir það ekki stjórnvöldum að þakka. „Stjórnvöld eru á góðri leið með að úthýsa rafbílum úr landinu,“ segir Tómas í samtali við Morgunblaðið.

„Fólk er meðvitað um að rafmagnsbílar munu hækka í verði. Fólk er búið að flýta fjárfestingunni í nýjum bíl,“ bætir hann við. Það sé til þess að sleppa við verðhækkun.

Afsláttur á virðisaukaskatti rafbíla gildir út árið 2023 en úrræðið hefur í tvígang verið framlengt. „Við sjáum bara að það er verið að draga úr þessu öllu saman og það er allt of snemmt,“ segir Tómas.

Einungis 8% bíla á götunum séu rafbílar en þegar 24% virðisaukaskattur leggist á rafbíla í lok ársins 2023 muni draga úr sölu þeirra. 

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert