Árið 2022 var slegið met

Ferðamenn í miðbænum. Fjórar stærstu útflutningsgreinarnar njóta nú meðbyrs.
Ferðamenn í miðbænum. Fjórar stærstu útflutningsgreinarnar njóta nú meðbyrs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allt bend­ir til að árið 2022 hafi út­flutn­ings­tekj­ur Íslands verið meiri en nokkru sinni fyrr, eða á bil­inu 1.600 til 1.700 millj­arðar króna. Pét­ur Þ. Óskars­son, fram­kvæmda­stjóri Íslands­stofu, seg­ir helstu út­flutn­ings­grein­ar hafa vaxið veru­lega á milli ára og aðstæður á mörkuðum góðar þrátt fyr­ir að ýms­ir erfiðleik­ar steðji að mik­il­væg­ustu hag­kerf­um Norður-Evr­ópu og ann­ars staðar í Evr­ópu.

Íslands­stofa tók ný­verið þátt í alþjóðlegri mæl­ingu á styrk vörumerk­is 60 þjóða og hafnaði Ísland í 21. sæti. Er Ísland því með álíka sterka ímynd á heimsvísu og Belg­ía, Grikk­land og Suður-Kórea. Því bet­ur sem fólk þekk­ir til Íslands, því meira álit hef­ur það á land­inu og fékk Ísland m.a. háa ein­kunn fyr­ir stjórn­ar­far og nátt­úru­feg­urð.

Pét­ur seg­ir að þó vel gangi í dag hljóti á end­an­um ein­hverra áhrifa að gæta af Úkraínu­stríðinu og háu orku­verði og verðbólgu í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um.

Hægt er að lesa um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert