Rýrir traust til stjórnvalda

Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi fyrir gamlársdag.
Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi fyrir gamlársdag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við verðum að búa til einhverja stefnu. Við verðum að haga okkar innviðum og vetrarþjónustu með tilliti til ferðaþjónustunnar. Hafnir fyrir sjávarútveg og vegakerfi fyrir ferðaþjónustu.“

Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, í samtali við Morgunblaðið um óvissustig sem almannavarnir lýstu yfir fyrir gamlársdag. Óvissustigið og veðurspá Veðurstofu höfðu þær afleiðingar að fjöldi fyrirtækja í ferðaþjónustu á Íslandi aflýsti ferðum á gamlársdag með tilheyrandi umtalsverðu fjártjóni. Óveðrið skall svo í raun aldrei á, ef svo má segja.

Bjarnheiður telur að þetta geti rýrt traust innan ferðaþjónustunnar til stjórnvalda. „Það verður svo svakalegt tjón þegar samgöngur raskast svo það má ekki gerast nema það sé rík ástæða fyrir því.“

Hún segir mikilvægt að innleiða ferðaþjónustuna í samtalið um óvissustig og innviði. Endurskoða þurfi hvernig þessu sé háttað, ráðast í stefnumótun frá grunni og mynda heildarstefnu í þessum málum.

„Það er mjög vont að loka fyrir fram áður en öruggt er að veðrið skelli á. Það þarf að tryggja upplýsingaflæði.“ Hún bætir við að auðvitað eigi öryggi ferðamanna að vera í fyrsta sæti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka