Tók við með táknrænum hætti

Egill Ólafsson og Ólafur Darri Ólafsson ræddu málin á heimili …
Egill Ólafsson og Ólafur Darri Ólafsson ræddu málin á heimili þess fyrrnefnda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Auglýsing Toyota í sjónvarpinu á gamlárskvöld fór vart fram hjá neinum. Þar birtust þeir Egill Ólafsson og Ólafur Darri Ólafsson saman á skjánum. Ekki var sagt orð í þær 80 sekúndur sem auglýsingin varði enda gerðist þess ekki þörf.

Áhorfendur sáu og skildu skilaboðin. Egill hættir nú að lesa inn á útvarps- og sjónvarpsauglýsingar fyrir Toyota og Ólafur Darri tekur við.

„Þetta eru mikil tímamót og breyting á mínum högum,“ segir Egill þar sem hann tekur á móti okkur í hádeginu á heimili sínu í miðborg Reykjavíkur. Hann býður upp á kraftmikla súpu sem rennur vel ofan í menn á óveðursdegi skömmu fyrir jól.

Á enn þá eintak af fyrsta samningnum

Egill verður sjötugur í næsta mánuði og hann glímir við veikindi. Fram hefur komið að hann er með parkinson-sjúkdóminn og starfsþrekið því ekki hið sama og áður var. Gestgjafinn er þó í góðu formi þegar fundum okkar og arftakans ber saman.

Hann rifjar upp að þrjátíu ár eru liðin síðan hann hóf að lesa inn fyrir Toyota. Fyrsta skiptið var á viðburði sem umboðið hélt fyrir viðskiptavini árið 1992. Í kjölfarið settist Egill niður með Páli Samúelssyni, stofnanda og fyrsta eiganda Toyota á Íslandi, og samdi um að gerast rödd Toyota á Íslandi.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka