Fluttir með þyrlu eftir slys í Öræfasveit

Þyrla Landhelgisgæslunnar á flugi. Myndin er úr safni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar á flugi. Myndin er úr safni. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Reiknað er með því að allir þeir átta til níu sem voru í bílunum tveimur sem rákust saman á hringveginum við Kvíármýri í Öræfum verði fluttir með þyrlu á Landspítalann.

Varðstjóri hjá lögreglunni á Höfn í Hornafirði tekur þó fram að fólkið virðist hafa sloppið við alvarleg meiðsl. 

Lögreglan er enn að störfum á vettvangi, en þar er hálka.

Slysið varð upp úr klukkan tvö síðdegis í dag þegar tveir fólksbílar rákust saman og þurfti að loka hringveginum. Unnið er að opnun, að sögn varðstjórans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert