Íbúðum verður fjölgað í Hamranesi

Mikil uppbygging er þegar hafin og hún verður enn meiri …
Mikil uppbygging er þegar hafin og hún verður enn meiri þegar breytt aðalskipulag hefur tekið gildi. Í baksýn má sjá raflínur Landsnets. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum fyrir jól að auglýsa skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Í henni felst breyting á greinargerð þar sem heimiluð er fjölgun íbúða í Hamranesi úr 1.500 í 1.900.

Að auki er gert ráð fyrir 80 þjónustueiningum á nýju hjúkrunarheimili. Heimilið á að rísa á lóðinni Hringhamar 35. Gert er ráð fyrir heilsugæslu í sama húsi.

Hamranesið afmarkast af Ásvallabraut til norðurs og austurs til vesturs við rafmagnstengivirki Landsvirkjunar og til suðurs við mörk þéttbýlis og upplands. Heildarstærð er 25,3 hektarar. Gríðarmikil uppbygging hefur verið undanfariin misseri í Hamranesi og nálægum hverfum sunnan Reykjanesbrautar. Og framundan er enn meiri uppbygging íbúðarhúsa.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert